Banna sundhettur fyrir hár svartra á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 16:40 Alice Dearing má ekki nota sundhettu á Ólympíuleikunum í Tókýó sem er sérhönnuð fyrir svart sundfólk. Getty/Clive Rose/ Það er ekki sama hvaða sundhettu þú mætir með á Ólympíuleikana í Tókýó. Alþjóðasundsambandið hefur bannað ákveðna gerð sundhetta sem var ætlað til að hjálpa sundfólki með þykkt og mikið hár. Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021 Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira