Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 19:32 Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kennari, hefur tekið eftir miklum breytingum á Hvaleyrarvatni, sem er ein helsta náttúruperla höfuðborgarsvæðsins. Vísir/Sigurjón Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.” Hafnarfjörður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.”
Hafnarfjörður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira