Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 23:40 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11