Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 11:53 Myndin var tekin í Leifsstöð í morgun. vísir/atli Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira