Rasmus klobbaður, Kristinn og Patrick í flækju og Valur féll úr leik Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 13:00 Guðmundur Andri Tryggvason komst í hættulegt færi í fyrri hálfleik en var stöðvaður á síðustu stundu. vísir/bára Króatískir landsliðsmenn, nýbúnir að spila á Evrópumótinu í fótbolta, sáu um að skora mörk Dinamo Zagreb gegn Val á Hlíðarenda þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu. Öll helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi. Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2. Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2.
Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira