Rasmus klobbaður, Kristinn og Patrick í flækju og Valur féll úr leik Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 13:00 Guðmundur Andri Tryggvason komst í hættulegt færi í fyrri hálfleik en var stöðvaður á síðustu stundu. vísir/bára Króatískir landsliðsmenn, nýbúnir að spila á Evrópumótinu í fótbolta, sáu um að skora mörk Dinamo Zagreb gegn Val á Hlíðarenda þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu. Öll helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi. Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2. Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2.
Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira