Segir það ekkert vafamál að veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 14:46 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir það ljóst að auknar veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Myndin er samsett. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir auknar öfgar í veðurfari hafa færst verulega í aukana á þessari öld. Það sé ekkert vafamál að þessar breytingar á veðri séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Öfgar í veðri hafi farið vaxandi á undanförnum áratugum og nefnir Einar til að mynda hitabylgju sem reið yfir Evrópu árið 2003. Síðan þá hafi veðuröfgar orðið tíðari og öfgameiri með hverju árinu sem líður. „Þetta hefur færst mjög í aukana á þessari öld. Hverjir muna ekki eftir hitabylgjunni sem var hér í Vestur-Evrópu árið 2003. Þá er talið að 15 þúsund manns hafi látist í Frakklandi, Spáni og Englandi vegna hita. Það var mest fullorðið fólk sem þoldi ekki þessa hita,“ sagði Einar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aftur hafi hitabylgja af sama skala riðið yfir Evrópu árið 2006 og árið 2010 var mikil hitabylgja í Rússlandi og á austurströnd Bandaríkjanna að sögn Einars. „2013 var talað um reiða sumarið, „Angry summer,“ í Ástralíu þegar voru miklir hitar. 2015 þá létu þúsundir vegna mikilla hita í Indlandi og Pakistan snemma sumars, fyrir monsúntímann. Þar er fólk almennt ekki með lofkælingu,“ segir Einar. „Í Evrópu var langt fram á haust 2018 þurrkar og hitar í Evrópu. Einhverjir muna eftir skógareldum sem brunnu í Svíþjóð það sumar. Í Japan voru mikil skyndiflóð, ekki ólík þessum sem hafa verið í Þýskalandi núna að einkennum. Svo var mikil hitabylgja í kjölfarið.“ Hann rifjar upp að mikil hitabylgja hafi verið árið 2019 bæði austanhafs og vestan. „Þá voru líka mikil skyndiflóð í Andalúsíu um haustið. Og svo voru enn og aftur hitar í Ástralíu og miklir skógareldar sem voru mikið í fréttum um jólaleitið.“ „Svo árið 2020, í fyrrasumar, voru Síberíuhitar alveg út úr öllum kortum, og náðu frá Úralfjöllum alveg austur til Kyrrahafsins. Þá komst hitastigið upp í 38 stig fyrir norðan heimskautsbaug,“ segir Einar. Þetta sumar hafi hitarnir í Kaliforníu og norður með ströndinni upp til Bresku-Kólumbíu verið mest í fréttum. „Þar sem í bænum Lytton fór hitinn upp í 49,6 gráður og þar með var kanadíska hitametið slegið um heilar fimm gráður. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sagt að sé bara tilviljun,“ segir Einar. Hann segir hitamælingar hafa staðið þarna yfir í rúma öld og ekkert af þessum toga hafi sést áður. Lytton brann til ösku tveimur dögum síðar. Þetta sé ekki einsdæmi þetta árið, 115 ára hitamet hefur verið slegið í Rússlandi og í Finnlandi mælist hitinn meiri en venjulega. „Þetta raðast svona upp og verður alltaf meira og meira ágengara hin síðari ár. Það er hægt að sýna fram á það tölfræðilega að þetta er engin tilviljun. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að þetta séu afleiðingar af loftslagsbreytingum,“ segir Einar. Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18 Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12 Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Öfgar í veðri hafi farið vaxandi á undanförnum áratugum og nefnir Einar til að mynda hitabylgju sem reið yfir Evrópu árið 2003. Síðan þá hafi veðuröfgar orðið tíðari og öfgameiri með hverju árinu sem líður. „Þetta hefur færst mjög í aukana á þessari öld. Hverjir muna ekki eftir hitabylgjunni sem var hér í Vestur-Evrópu árið 2003. Þá er talið að 15 þúsund manns hafi látist í Frakklandi, Spáni og Englandi vegna hita. Það var mest fullorðið fólk sem þoldi ekki þessa hita,“ sagði Einar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aftur hafi hitabylgja af sama skala riðið yfir Evrópu árið 2006 og árið 2010 var mikil hitabylgja í Rússlandi og á austurströnd Bandaríkjanna að sögn Einars. „2013 var talað um reiða sumarið, „Angry summer,“ í Ástralíu þegar voru miklir hitar. 2015 þá létu þúsundir vegna mikilla hita í Indlandi og Pakistan snemma sumars, fyrir monsúntímann. Þar er fólk almennt ekki með lofkælingu,“ segir Einar. „Í Evrópu var langt fram á haust 2018 þurrkar og hitar í Evrópu. Einhverjir muna eftir skógareldum sem brunnu í Svíþjóð það sumar. Í Japan voru mikil skyndiflóð, ekki ólík þessum sem hafa verið í Þýskalandi núna að einkennum. Svo var mikil hitabylgja í kjölfarið.“ Hann rifjar upp að mikil hitabylgja hafi verið árið 2019 bæði austanhafs og vestan. „Þá voru líka mikil skyndiflóð í Andalúsíu um haustið. Og svo voru enn og aftur hitar í Ástralíu og miklir skógareldar sem voru mikið í fréttum um jólaleitið.“ „Svo árið 2020, í fyrrasumar, voru Síberíuhitar alveg út úr öllum kortum, og náðu frá Úralfjöllum alveg austur til Kyrrahafsins. Þá komst hitastigið upp í 38 stig fyrir norðan heimskautsbaug,“ segir Einar. Þetta sumar hafi hitarnir í Kaliforníu og norður með ströndinni upp til Bresku-Kólumbíu verið mest í fréttum. „Þar sem í bænum Lytton fór hitinn upp í 49,6 gráður og þar með var kanadíska hitametið slegið um heilar fimm gráður. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sagt að sé bara tilviljun,“ segir Einar. Hann segir hitamælingar hafa staðið þarna yfir í rúma öld og ekkert af þessum toga hafi sést áður. Lytton brann til ösku tveimur dögum síðar. Þetta sé ekki einsdæmi þetta árið, 115 ára hitamet hefur verið slegið í Rússlandi og í Finnlandi mælist hitinn meiri en venjulega. „Þetta raðast svona upp og verður alltaf meira og meira ágengara hin síðari ár. Það er hægt að sýna fram á það tölfræðilega að þetta er engin tilviljun. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að þetta séu afleiðingar af loftslagsbreytingum,“ segir Einar.
Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18 Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12 Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17. júlí 2021 08:18
Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku 25 milljónum króna verður varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. 15. júlí 2021 13:12
Fólk yfirgefur heimili sín vegna skógareldanna Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum. 12. júlí 2021 06:51