Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 07:57 Marjorie Taylor Greene hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og hefur talað mikið gegn bólusetningum við Covid og grímunotkun. EPA-EFE/DAVID MAXWELL Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent