Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 14:24 Góð stemning var á brekkusöngnum á Flúðum árið 2019. Skipuleggjendur bíða enn eftir tækifæri til að endurtaka leikinn. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. „Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira