Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 12:25 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30