Fór úr því að geta varla gengið í að vinna Ólympíugull Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:31 Tom Dean þurfti að yfirstíga margt til að ná gullinu í dag. Jean Catuffe/Getty Images Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana. Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira