Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 09:30 Guðni Valur Guðnason kælir sig niður í hitanum í Tókýó. FRÍ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags. Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira