Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:30 Amanda Knox hefur sakað Matt Damon og Tom McCarthy um að vilja græða peninga á lífi hennar. Getty/ Emanuele Cremaschi Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths. Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths.
Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira