Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 17:41 Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56