Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 09:10 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57