Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:00 Grindavík styrkir sig fyrir komandi átök. Vísir/Bára Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri. Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira