Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 13:44 Lík hvítrússneska aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs fannst í almenningsgarði í Kænugarði á þriðjudag. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. EPA-EFE/STEPAN FRANKO Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02