Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 20:00 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fjöldi fyrirspurna hafi borist stofnuninni um greiðsluþátttöku hennar vegna kostnaðar sem hlýst af heilbrigðisþjónustu tengdri Covid í útlöndum. Vísir/Sigurjón Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira