Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 20:00 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fjöldi fyrirspurna hafi borist stofnuninni um greiðsluþátttöku hennar vegna kostnaðar sem hlýst af heilbrigðisþjónustu tengdri Covid í útlöndum. Vísir/Sigurjón Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira