Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Eysteinn Hún Hauksson með blýantinn góða ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Lið þeirra getur heldur betur hleypt toppbaráttu deildarinnar í uppnám takist þeim að næla í stig á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann