Minnst 44 eru látin í flóðum í Tyrklandi Árni Sæberg skrifar 14. ágúst 2021 19:52 Flóðin hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í bænum Bozkurt. AP Photo Gríðarleg flóð hafa verið í Tyrklandi síðustu daga. Tala látinna er komin í 44. Flóðin eru aðrar náttúruhamfarirnar sem orðið hafa landinu það sem af er þessum mánuði en fyrr í mánuðinum geisuðu miklir gróðureldar í Tyrklandi. Yfirvöld í norðurhluta Tyrklands höfðu rétt sleppt orðinu að búið væri að ráða niðurlögum gróðureldanna þegar flóðin riðu yfir. Samkvæmt frétt The Guardian hafa flóðin valdið mikilli eyðileggingu í norðurhluta Tyrklands. Til að mynda er fjöldi húsa í bænum Bozkurt við Svartahaf hruninn og hefur nokkur fjöldi látinna fundist í rústum í bænum. „Þetta er fordæmalaust. Það er ekkert rafmagn. Farsímar eru dauðir. Það er ekkert símasamband. Við gátum hvergi fengið fréttir,“ segir Ilyas Kalabalik íbúi Bozkurt. „Við vissum ekki hvort vatnshæð væri að hækka eða ekki, hvort það flæddi inn í húsið eða ekki. Við vorum bara að bíða, konurnar og börnin voru skelfingu lostin,“ bætir hann við. Miklum fjölda íbúa Bozkurt er enn saknað og segir Ilyas Kalabalik að margra fjölskyldumeðlima og vina hans sé saknað. Um 45 sentímetrar af úrkomu féllu í þorpi nálægt Bozkurt á aðeins þremur dögum. Vatnsflaumurinn hreif með sér bíla, eyðilagði brýr og olli rafmagnsleysi í hundruðum þorpa í nágrenni Bozkurt. Tyrkland Náttúruhamfarir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Flóðin eru aðrar náttúruhamfarirnar sem orðið hafa landinu það sem af er þessum mánuði en fyrr í mánuðinum geisuðu miklir gróðureldar í Tyrklandi. Yfirvöld í norðurhluta Tyrklands höfðu rétt sleppt orðinu að búið væri að ráða niðurlögum gróðureldanna þegar flóðin riðu yfir. Samkvæmt frétt The Guardian hafa flóðin valdið mikilli eyðileggingu í norðurhluta Tyrklands. Til að mynda er fjöldi húsa í bænum Bozkurt við Svartahaf hruninn og hefur nokkur fjöldi látinna fundist í rústum í bænum. „Þetta er fordæmalaust. Það er ekkert rafmagn. Farsímar eru dauðir. Það er ekkert símasamband. Við gátum hvergi fengið fréttir,“ segir Ilyas Kalabalik íbúi Bozkurt. „Við vissum ekki hvort vatnshæð væri að hækka eða ekki, hvort það flæddi inn í húsið eða ekki. Við vorum bara að bíða, konurnar og börnin voru skelfingu lostin,“ bætir hann við. Miklum fjölda íbúa Bozkurt er enn saknað og segir Ilyas Kalabalik að margra fjölskyldumeðlima og vina hans sé saknað. Um 45 sentímetrar af úrkomu féllu í þorpi nálægt Bozkurt á aðeins þremur dögum. Vatnsflaumurinn hreif með sér bíla, eyðilagði brýr og olli rafmagnsleysi í hundruðum þorpa í nágrenni Bozkurt.
Tyrkland Náttúruhamfarir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira