Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar, segir að stefnt sé að því að nefndin skili tillögum um hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki fyrir helgi. Stöð 2/Arnar Halldórsson Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40