Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2021 09:33 Vísir/Vilhelm „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. Umræddir árgangar munu að óbreyttu tímabundið stunda nám í húsnæði íþróttafélagsins Víkings í Fossvogi, vegna myglunnar í Fossvogsskóla. Nokkuð sem foreldrum líst ekki á. Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Úr Víkingsheimilinu í Fossvogi.G. SVANA BJARNADOTTIR Dómgreindarleysi og „fullkomlega óboðlegt“ Í yfirlýsingu Foreldrafélagsins segir að skólayfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að hola minnst 120 börnum í kjallara og anddyri íþróttahúss Víkings. Sé húsnæðið fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsi valið dómgreindarleysi skólayfirvalda. „Við skorum á borgaryfirvöld að bregðast við og finna án tafar viðeigandi og heilsusamlegt húsnæði fyrir þessi 7, 8 og 9 ára gömlu börn og kennara þeirra. Ekki má fórna einum einasta skóladegi fyrir vandræðagang og vanhöld borgaryfirvalda í málinu.“ Foreldrafélagið lýsir ennfremur furðu sinni á seinagangi yfirvalda og úrræðaleysi þessa stærsta sveitarfélags landsins, þegar ljóst hafi verið fyrir mánuði síðan að færanlegar kennslustofur yrðu ekki tilbúnar í tæka tíð. Borgaryfirvöld að misbjóða umbjóðendum sínum Þá segir að börn og starfsfólk Fossvogsskóla hafi verið á vergangi meira og minna í tæp þrjú ár og stærstan hluta þess tíma vegna aðgerðarleysis borgaryfirvalda. „Starfsfólk og foreldrar hafa sýnt vanmætti yfirvalda langlundargeð, langt umfram það sem til má ætlast. Enn höggva borgaryfirvöld í sama knérunn og misbjóða umbjóðendum sínum. Kennarar og starfsfólk sem leitað hafa til okkar eru uppgefin og raunveruleg hætta er á að fleiri reynslumiklir starfsmenn yfirgefi skólann en gerðu síðastliðið vor. Foreldrar vilja stöðugleika og námsfrið fyrir börnin og sumir hverjir eru að leita hófanna í öðrum skólum af þeim sökum. Jafnframt lýsir stjórn vonbrigðum með samskiptaleysi við foreldra og starfsfólk. Líkt og lög kveða á um starfar skólaráð við Fossvogsskóla og í því eiga foreldrar og starfsfólk fulltrúa. Lögboðið hlutverk skólaráðs felst m.a. í að vera umsagnaraðili um meiriháttar breytingar á skólastarfi og vaka yfir heilsu og vellíðan nemenda í hvívetna. Skólaráð hefur ekki verið virkjað á neinum tímapunkti í aðdraganda skólabyrjunar, þrátt fyrir augljósa þörf. Fulltrúar foreldra og starfsfólks frétta af málefnum skólans í gegnum fjölmiðla og klórþvegnar fréttatilkynningar skólayfirvalda og upplýsingafulltrúa borgarinnar. Samstarf við skólasamfélagið er hverfandi nú líkt og oft áður, þrátt fyrir loforð um bót og betrun úr ræðustóli borgarstjórnar,“ segir í yfirlýsingunni. Skólastarf á tveimur stöðum Skólastarf Fossvogsskóla mun fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð Víkinnar; annars vegar tengibygginguna, sem eitt foreldri lýsti í gær sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér ofar í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. Um er að ræða gang þar sem stuðningsmenn kaupa miða og veitingar á íþróttaleikjum en af ganginum ganga þeir inn í salernisaðstöðuna. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Víkingur Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Umræddir árgangar munu að óbreyttu tímabundið stunda nám í húsnæði íþróttafélagsins Víkings í Fossvogi, vegna myglunnar í Fossvogsskóla. Nokkuð sem foreldrum líst ekki á. Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Úr Víkingsheimilinu í Fossvogi.G. SVANA BJARNADOTTIR Dómgreindarleysi og „fullkomlega óboðlegt“ Í yfirlýsingu Foreldrafélagsins segir að skólayfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að hola minnst 120 börnum í kjallara og anddyri íþróttahúss Víkings. Sé húsnæðið fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsi valið dómgreindarleysi skólayfirvalda. „Við skorum á borgaryfirvöld að bregðast við og finna án tafar viðeigandi og heilsusamlegt húsnæði fyrir þessi 7, 8 og 9 ára gömlu börn og kennara þeirra. Ekki má fórna einum einasta skóladegi fyrir vandræðagang og vanhöld borgaryfirvalda í málinu.“ Foreldrafélagið lýsir ennfremur furðu sinni á seinagangi yfirvalda og úrræðaleysi þessa stærsta sveitarfélags landsins, þegar ljóst hafi verið fyrir mánuði síðan að færanlegar kennslustofur yrðu ekki tilbúnar í tæka tíð. Borgaryfirvöld að misbjóða umbjóðendum sínum Þá segir að börn og starfsfólk Fossvogsskóla hafi verið á vergangi meira og minna í tæp þrjú ár og stærstan hluta þess tíma vegna aðgerðarleysis borgaryfirvalda. „Starfsfólk og foreldrar hafa sýnt vanmætti yfirvalda langlundargeð, langt umfram það sem til má ætlast. Enn höggva borgaryfirvöld í sama knérunn og misbjóða umbjóðendum sínum. Kennarar og starfsfólk sem leitað hafa til okkar eru uppgefin og raunveruleg hætta er á að fleiri reynslumiklir starfsmenn yfirgefi skólann en gerðu síðastliðið vor. Foreldrar vilja stöðugleika og námsfrið fyrir börnin og sumir hverjir eru að leita hófanna í öðrum skólum af þeim sökum. Jafnframt lýsir stjórn vonbrigðum með samskiptaleysi við foreldra og starfsfólk. Líkt og lög kveða á um starfar skólaráð við Fossvogsskóla og í því eiga foreldrar og starfsfólk fulltrúa. Lögboðið hlutverk skólaráðs felst m.a. í að vera umsagnaraðili um meiriháttar breytingar á skólastarfi og vaka yfir heilsu og vellíðan nemenda í hvívetna. Skólaráð hefur ekki verið virkjað á neinum tímapunkti í aðdraganda skólabyrjunar, þrátt fyrir augljósa þörf. Fulltrúar foreldra og starfsfólks frétta af málefnum skólans í gegnum fjölmiðla og klórþvegnar fréttatilkynningar skólayfirvalda og upplýsingafulltrúa borgarinnar. Samstarf við skólasamfélagið er hverfandi nú líkt og oft áður, þrátt fyrir loforð um bót og betrun úr ræðustóli borgarstjórnar,“ segir í yfirlýsingunni. Skólastarf á tveimur stöðum Skólastarf Fossvogsskóla mun fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð Víkinnar; annars vegar tengibygginguna, sem eitt foreldri lýsti í gær sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér ofar í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. Um er að ræða gang þar sem stuðningsmenn kaupa miða og veitingar á íþróttaleikjum en af ganginum ganga þeir inn í salernisaðstöðuna.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Víkingur Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16
Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03
Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35