Dæmd fyrir hatursglæp fyrir að keyra á tvö þeldökk börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 16:15 Nicole Poole Franklin var dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæpi. Skjáskot Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó. Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira