Breiðablik valtaði yfir litáísku meistarana og fer áfram í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 16:50 Blikakonur skoruðu fimm skallamörk í risasigri sínum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 8-1 sigur á Litáensmeisturum Gintra á Siauliai-vellinum í Litáen í dag. Liðið er þar með komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er skrefi nær riðlakeppninni. Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira