Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2021 10:30 Stór hluti þjóðarinnar hefur farið í sýnatöku vegna Covid-19, hvort sem er á Suðurlandsbraut í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Vísir/RagnarV Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira