Fjölbreytt atvinnulíf er öruggt atvinnulíf Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar