Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 20:30 Tólf ára sonur Ísaks fékk bólusetningu í Laugardalshöll í dag. vísir/egill Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. „Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna. Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna.
Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30