Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Regína Ásvaldsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun