Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 07:55 Bandarískir hermenn gæta flugvallarins í Kabúl. Aukin hætta er talin á hryðjuverkum þar síðustu daga brottflutnings alþjóðlegs herliðs. AP/bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins. Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01
Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02
Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27