Fjölskyldur í forgang? Eyþór Arnalds skrifar 3. september 2021 17:01 Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Laxdal Arnalds Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar