Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast Snorri Másson skrifar 3. september 2021 23:19 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Vísir/Einar Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans. Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“ Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“
Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira