„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“ Atli Arason skrifar 4. september 2021 18:05 Hlín Eiríksdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir fagna marki fyrr í sumar. VÍSIR/VILHELM Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. „Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
„Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira