Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 12:06 Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018. Vísir/Egill Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira