Komdu út að hjóla... Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 7. september 2021 10:30 Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar