„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 14:36 Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítala Vísir Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna. Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna.
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01