Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. september 2021 19:21 Borgarfulltrúar eru áhyggjufullir vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“ Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15