Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2021 19:44 Félagsskapurinn í Félagi húsbílaeigenda þykir einstakur því þar eru allir jafnir án stéttar og stöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu. Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira