Loksins undið ofan af mismunun barna með fæðingagalla Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 21:31 Rakel Theodórsdóttir og fjölskylda fagna nýrri reglugerðarbreytingu sem tekur af tvímæli um að Bergur Páll sonur hennar, og öll börn með skarð í gómi eða tannboga eigi rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga. Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“ Heilbrigðismál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“
Heilbrigðismál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira