Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 22:25 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira