Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 13:07 Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biður fólk um að virða merkingar. Vísir/Vilhelm Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent