Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 22:00 Inga BJörk Margrétar Bjarnadóttir, er baráttukona fyrir málefnum fatlaðs fólks. aðsend Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira