Biðlistar vinna gegn farsæld barna Þorsteinn Hjartarson skrifar 20. september 2021 10:01 Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun