Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 15:56 Frá slysstað. Mynd/RNSA Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er. Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er.
Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira