Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 22:58 Haraldur Þorleifsson átti hugmyndina að Römpum upp Reykjavík. Vísir/Sigurjón Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum. Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum.
Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30
Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11
Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37