Innlent

Al­þingi kemur saman í dag eftir jóla­frí

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí.
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí.

Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis.

Að minningarstundinni lokinni verður óundirbúinn fyrirspurnartími en í framhaldinu stendur til að ræða lagafrumvarp atvinnuvegaráðherra um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu, búvörulög og stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.

Tveir varamenn taka sæti; Grétar Mar Jónsson og Þóra Gunnlaug Briem fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×