Ísland, ESB og evran Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. september 2021 14:46 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Utanríkismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun