Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 04:41 Birgir Ármannsson var í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sannkölluðu baráttusæti, og náði á þing. Vísir/vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar.
Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði