Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 10:31 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segjast sjaldan hafa verið ánægðari. Hún sagði flokk sinn alltaf hafa mælst með miklu minna fylgi í könnunum en komi svo upp úr kjörkössunum. Flokkurinn á huldufylgi sem er eldra fólk sem skilur ekkert þetta punktur is. Vísir/Elín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15