Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 11:00 Sebastien Thill fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Sheriff Tiraspol á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann