Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 12:31 Jurtalitað band frá Dóru Óskarsdóttur í Þingborg en Ullarvika hefst á Suðurlandi í dag og stendur til laugardagsins 9. október. Aðsend Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira