Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2021 11:15 Um fimm prósent íbúa Akureyrar eru í sóttkví. Vísir/Tryggvi Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?